Foodtube

02 Jun 2014

Netheimurinn í dag er orðin svo stór að þú getur sótt þér innblástur í nánast hvað sem er.
Ég eyði oft miklum tíma í að skoða matarblogg, heimasíður og myndbönd á netinu og þar fæ ég hugmyndir af allskonar mat og drykkjum.
Hér er ein uppáhaldsleiðin mín til þess að finna kennslumyndbönd.

Ég er mjög hrifin af síðunni hans Jamie Oliver þar sem hann er einn af mínum uppáhaldskokkum. Þar er heill hellingur af allskonar uppskriftum og kennslumyndböndum.
www.jamieoliver.com

Á síðunni er líka með eitthvað sem kallast FoodTube. Það er tengt við Youtube og inniheldur allskonar kennslumyndböndum frá honum og fleira fólki sem ,,videobloggar". Þar er sko hægt að fá allskonar hugmyndir frá fólki hvaðanæva úr heiminum. Kennslumyndbönd er oft auðveldara fyrir mann að skoða heldur en að lesa flóknar uppskriftir.

Gennaro Contaldo er uppáhaldið mitt. Hann kemur með einfaldar og frábærar uppskriftir beint frá Ítalíu. Það er gaman að horfa á hann því hann er með svo æðislegan hreim og setur svo mikla tilfinningu í allt sem hann gerir.
Gennaro er einn af höfundum bókana Two Greedy Italians sem eru uppskriftir úr matreiðsluþáttum sem hann stýrir.

Það er hægt að fara á https://www.youtube.com/user/gennarocontaldo og skoða myndböndin hans og gerast áskrifandi.

Ég læt nokkur skemmtileg myndbönd fylgja með frá honum Gennaro.

Marta Rún
#foodtube #jamieoliver