Simone Camille x clamdiggin

03 Jun 2014

Samstarf Simone Camille og clamdiggin er svakalega fallegt finnst mér. En þau sameinuðu krafta sína og hönnuðu töskur. 

Simone Camille er töskuhönnuður en vann áður fyrr sem stílisti. Hún safnaði lengi  vintage textíl og fötum, og þegar hún var komin með stórt safn þá ákvað hún að gera eitthvað úr því. Fyrsta línan hennar var samansett af ýmsu sem hún hafði safnað aðallega frá Indlandi, Pakistan, Egyptalandi, Marokkó, Perú og Nepal. Allar töskurnar voru einstakar.  Sú lína sló í gegn og hélt hún áfram að hanna töskur. 

clamdiggin eru tveir listamenn sem vinna með ýmislegt, málverk, auglýsingar og tísku. 
 

 

 

Allar töskurnar eru handmálaðar og eru úr hreindýraskinni. Mér finnst margt sérstakt við þessar töskur og litirnir í þeim einstaklega fallegir. Það verður að duga að horfa á þessar elskur,  því ekki er fyrir alla að fjárfesta í einni svona. Mig langar samt í allar. En ef ég mætti bara velja eina þá yrði svarti bakpokinn fyrir valinu...
Meira hér

 

Edda