Mörtu Pasta

05 Jun 2014

Þetta pasta er búið að vera lengi í uppáhaldi hjá mér og fólkinu í kringum mig enda er það ekki sjaldan sem ég er beðin um að gera “Mörtu pasta". Þessi pastaréttur er einfaldur og fjótlegur en alveg hrikalega góður og því langar mig að deila með ykkur uppskriftinni.

 Í rauninni lærði ég þetta hjá henni Elísabetu Davíðsdóttur sem ég bjó hjá úti í New York og ætti þetta í raun að vera “Betu Pasta”.  

Uppskrift


1 dós Arrabbiata pastasósa (mikilvægt er að það standi arrabbiata á pastasósunni, það er rautt chilli í henni sem gerir hana aðeins sterkari en venjulega pastasósu).  Ef hún er ekki til þá má nota pastasósu með basil og hvítlauksbragði.

2-3 hvítlauksgeirar

Hálfur ferskur chili, eða teskeið af þurrkuðum

1 rauðlaukur

1 paprika (ég nota gula)

 1 búnt ferskur basil

hálfur poki spínat

2 pakkar ferskt Tortellini á með spínat og ricotta (alveg hægt að nota þurkað)

salt og pipar

parmesan ostur

 

Í raun og veru er uppskriftin mikið “slump”, notið meira chili ef þið viljið sterkt bragð, notið meiri hvítlauk ef ykkur finnst hvítlaukur góður og notið í raun hvaða grænmeti sem þið eigið í ísskápnum t.d tómata, sveppi, lauk...

 

Byrjið á því að steikja saxaðan hvítlauk og chili saman með olíu. Blandið síðan lauknum og paprikunni við og látið malla í smá stund.
Rífið basilikuna ofan í og hellið Arrabbiata sósunni út í og látið malla í smá stund.
Smakkið til með salti og pipar.
Ef ykkur finnst hún of sterk eða sölt þá finnst mér gott að nota teskeið af agave sýrópi.
 

Sjóðið vatn og hellið pastanu ofan í, ef þið eruð með ferskt pasta þá eru það bara 1-2 mínútur áður en það er tilbúið. En ef þið eruð með þurrkað pasta þá byrjiði á því að sjóða pastað.

Hellið hálfum pokanum af spínatinu ofan í sósuna og hrærið á meðan þangað til það er orðið hálfsoðið og nánast eins og það sé orðið að engu á pönnunni. Hellið síðan pastanu ofan í og blandið vel saman.

Gott er að saxa basiliku og strá yfir ásamt parmesan osti og svörtum pipar.

                                                                       Verði ykkur að góðu.
 

 

Endilega commentið ef þið ákveðið að prufa og segið mér hvernig ykkur finnst.

Marta Rún

#food #recipe #pasta