Kvenlegt & öðruvísi INNLIT

11 Jun 2014

Fallega kvenlegt heimili með mörgum bold atriðum sem virka saman.

Eins og ég hef áður nefnt hér þá öðlast rýmið nýtt líf ef það er málað allt - allt rýmið ekki bara einn veggur. 

 

Ég er mjög hrifin af munstri og sérstaklega munstruðum efnum eða veggfóðri. Rýmið fer á hærra plan ef þú bætir við einhverju munstruðu, það getur verið hvað sem er, allt frá litlum fylgihlutum yfir í bólstruð húsgögn eða veggfóður.

 

Sunburst speglar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, því stærri og grófari sem þeir eru því betra.
Ég veit að þeir fást gylltir í Ilvu og silfraðir í Laura Ashley.

 

Mig dreymir um að eiga Dorothy Draper kommóðu, hún gerir allt svo fallegt og elegant.

 

 

Ég er mjög hrifin af baðherbergjum sem eru flísalögð allan hringinn með fallegum steini og þá er marmari sérstaklega í uppáhaldi. 
Veggfóðrið til hægri er hægt að fá hjá Bólstraranum á Langholtsvegi, einnig í fleiri litum. 

 

Persónulega hefði ég ekki valið þennan rúmgafl, hann og veggfóðrið eru að berjast um athyglina. Ég hefði frekar kosið einhvern einlitaðann rúmgafl en samt haft hann stórann. Ég hefði einnig valið aðra lampa, þá hefði ég haft hærri með grófum fæti.

Xo - SARA DÖGG
 

 

tengd blogg
#innlit #glamour #interiordesign #woweffect #domainhome #golddecor #dramaticlook