Helgin

16 Jun 2014

Helgin í instagram myndum - @sdgudjons
 

Það er svo gaman að klæða sig aðeins upp og taka rölt upp og niður Laugarveginn og anda að sér menningunni.
Við Marta Rún áttum þannig stórgóðan laugardag. 

 

Þessir krúttmundar gáfu vegfarendum blóm og ávexti í tilefni blómadagsins, við bráðnuðum.

 

Um kvöldið fórum við í útskriftarveislu hjá Þórunn Díu vinkonu sem fagnaði Bsc í hugbúnaðarverkfræði.
Það var ekki annað hægt en að smella nokkrum myndum með þetta útsýni. 

 

Þessi tvö gátu sko aldeilis fagnað líka. Svava Kristín vinkona kláraði sína fyrstu vakt á FM957 með glæsibrag og Hjálmar kæró fagnaði 26 ára afmæli sínu. 
Til hamingju öll sömul og takk fyrir helgina xx

Xo - SARA DÖGG

 

#lífið #instalately