Pasta Pasta Pasta

16 Jun 2014

Einfaldleikinn er oftast bestur, gott dæmi er þessi uppskrift.

Einfalt er oftast best og gott dæmi er uppskriftin sem ég gerði á dögunum, Chilli og Tómatapasta.

chilli, hvítlaukur og basil eru þessi 3 hráefni sem gefa allt bragðið, þetta þarf ekki að vera flóknara.


Uppskrift

spagetti

1 kassi af kyssuberjatómötum

2-3 hvítlauksgeirar

2 teskeiðar saxað chilli (eða hversu sterkt þið viljið)

Basilika

Salt og Pipar

Olía

Parmesan ostur


Byrjið á því að sjóða vatn og þegar suðan er komin upp setjið þá olíu og smá salt og spagetti í pottinn.

Skerið hvítlaukinn og chilli smátt og steikið á pönnu, passið að brenna það ekki heldur bara eins og hann svitni aðeins á pönnunni.

Skerið tómatana til helminga eða í fernt eftir því hvað þeir eru stórir þeir eru og hellið þeim á pönnuna og saltið og piprið eftir smekk.

Hellið síðan hálfum bolla af pastavatninu á pönnuna og látið tómatana malla aðeins í vatninu.

Þegar spagettið er tilbúið þá helliði vatninu úr pottinum og setjið pastað ofan í pönnuna og veltið því upp úr tómötunum og blandið vel.

Setjið á disk stráið parmesan osti og feskri basiliku yfir og bonappétit !

 

 

Marta Rún
#pasta