Mynstruð kápa

26 Jun 2014

Ég er mikið fyrir síða jakka eða kápur og ég féll sérstaklega fyrir þessari því mér fannst mynstrið svo flott. 

Þessi kápa er úr línu Kate Moss fyrir Topshop sem kom út í vor. Þetta var eina flíkin sem mig langaði virkilega í úr þessari línu, þó að mér hafi litist á margt annað. Hún seldist reyndar upp á augabragði, en það var greinilega einhver vitlaus sem skilaði henni og ég náði henni degi áður en ég kom heim. Ég var í henni við allt svart í þetta sinn. 

Edda