Pönnukökusushi

26 Jun 2014

Pönnukökusushi eru skemmtilegt afbrigði af hinum venjulegu pönnukökum. Gylfa fannst þetta lýta út eins og sushi svo þaðan er fyrirsögnin komin. Þær eru einstaklega ljúffengar, og sykur,glútein -og mjólkurlausar í þokkabót. 

Pönnukökur ( fyrir ca. 4)

2 bollar Millethveiti (er glúteinlaust)

1 dós lífræn kókosmjólk

3 millistór brún lífræn egg

2 tsk matarsódi

2 msk nutiva coconut manna ( eða kókosolía)

4 msk carob sýróp

Örlítið himalayan salt

 

Öllu hrært vel saman og steikt á pönnu með smá kókosolíu. Ég smurði 1 msk af lífrænu hnetusmjöri yfir stóra pönnuköku og rúllaði henni upp. með banana í miðjunni. Yfir hana hellti ég örlitlu carop sýrópi og stráði rifnum kókos yfir. Borið fram með ferskum berjum. 

xxx