Smores

26 Jun 2014

Smores er eitthvað sem ég kynntist þegar ég bjó í Bandaríkjunum. Smores er sykurpúðakexsamloka, hversu vel hljómar það?

Það kannast auðvitað flest allir við að grilla sykurpúða en að grilla þá og búa til samloku með kexi og súkkulaði er eitthvað færri þekkja en það kallast smores.
Til eru margar gerðir og í raun endalausar útfærslur. Ég fór í útilegu um helgina og gerði smores bakka með Lu Prins súkkulaðikexi og grilluðum sykurpúða á milli og hér er útkoman.Hér eru svo nokkrar myndir sem ég tók af pinterest til að sýna ykkur allskonar útfærslur, þannig að í næsta grillpartý er málið að grilla eftirréttin líka og uppfæra þessa venjulega grilluðu sykurpúða.

Smores með karamellusósu.

Búðu til smores í ofninum á veturna.

Smores í bananann

Smores smákökur


Smores "bar" með nutella, hnetusmjöri og jarðarberjum.
Krökkunum myndi finnast þetta æði.

Taktu með í grillboðið.

Svo er um að gera að prufa það líka með t.d öllum Milka súkkulaðiplötnum sem hafa alls konar mismunandi brögð eins og hnetu, daim, karamellu og hvítu súkkulaði. Ég tala ég nu ekki um Omnom súkkulaðið sem hægt væri að setja á milli.
Hugmyndirnar eru óteljandi.

Marta Rún

#desert #chocolate #grill