Innblástur fyrir nýtt heimili

27 Jun 2014

Í ágúst flytjum við fjölskyldan inní íbúðina sem við keyptum okku fyrr á þessu ári. Ég er mjög spennt og marg búin að mála og raða inní hana (í hausnum þ.e.a.s.)


Þarna er drauma sófaborðið mitt, ég var svo heppin að ráfa inní antíkbúð í kópavogi og fann þar sambærilegt borð.
Það er reyndar aðeins minna en fallegt er það. Ekki var það verra þegar ég kom heim og sá ég að það var íslensk hönnun.


Coffe table books, ég á tvær sem ég hef notað en ég bætti við í safnið þegar ég var í Berlín um daginn.
Hérna eru 20 tillögur að svoleiðis bókum sem Sara Dögg tók saman um daginn.


Dökk-gráir veggir, ég er afsakplega heit fyrir þeim.


Mesta áskorunin hjá okkur er að tölvu/vinnurýmið er í opna rýminu og sést alltaf, þannig ég vill reyna hafa það
flott, hentugt og staður sem býður ekki uppá að það sé endalaust drasl á honum.


Skemmtilegasta verkefnið verður að setja upp nýtt herbergi fyrir Atla Dag.


Ég reyndi við svona hús, nema ég notaði 3 gerðir af teypi til að prófa, ekkert virkaði og var ég mjög fúl því ég eyddi mörgum klst í að reyna koma því upp.
Ef ég ætla í þennan pakka aftur verður húsið málað á vegginn eins og hér.

Allar myndirnar hér að ofan hef ég safnað á pinterest. Ykkur er velkomið að fylgjast með mér þar.
Ég er mjög hrifin af heimilium þar sem gamalt og nýtt kemur saman. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað gæði geta líka skipt miklu máli, ef maður vandar valið vel og velur einfaldleika sem hentar heimilinu þá er maður í góðum málum. Sigga Heimis var einu sinni í viðtali við timarit og sagði þessa frábæru línu sem ég hef alltaf munað - einfaldleiki hefur þann eiginleika að honum fylgir visst tímaleysi, með gæðum og fallegu efni ertu komin með klassík- En svo er misjafnt hvað okkur finnst vera gæði og hvað sé fallegt en það er lika bara frábært. Þetta er jú á endanum þitt heimili og þarf að henta þér.

- Sara Sjöfn

#innblástur #skandinavískt #heimili #litlafólkið