Afmælishelgi

29 Jun 2014

Góð afmælishelgi. 

Þrátt fyrir að ég eigi afmæli á morgun kom Emmi mér alveg svakalega á óvart í dag. 

Hefði ekki getað beðið um huggulegri dag. Ég vaknaði við ljúfa tóna & morgunamat í rúmið þar var líka pakki númer 1. Fórum síðan í Bakarameistarann náðum okkur í bakkelsi, ferðinni var síðan haldið á Þingvelli í góða veðrið. 

Ása skemmti sér konunglega.

Komum í bæinn aftur þá fékk ég pakka nr. 2 sem var Polar púls mælir, mér til mikillar ánægju. Ég get því farið að hrissta aðeins á mér rassinn, þar sem ég er ekki búin að geta hreyft mig almennilega síðan ég varð ólétt.

Í kvöld fórum við svo út að borða á KOL sem er í miklu uppáhaldi. Maturinn er alveg æðislegur svo finnst mér stemningin þarna svo skemmtileg. 

Í forrétt fengum við smá borgara sem að voru hreinn unaður. 

Ég fékk óáfengann kokteil sem var svo sumarlegur og ferskur! Emil fékk sér að sjálfsögðu einn kaldann, ég hef sjaldan séð jafn stóran bjór.

Núna er ég komin heim að baka fyrir morgundaginn þar sem ég á von á helling af fallegum & góðum vinkonum í hádegismat. 

Vildi að ég ætti afmæli alla daga!

x sylvia

#afmæli #kol #þingvellir