Borough Market

29 Jun 2014

Ég myndi mæla með þessum markaði fyrir alla þá sem bæði eru með munn og maga. Borough Market er staðsettur í Southwark í London. Ég fór þangað í gærmorgun og tók nokkrar myndir. 

Á myndinni sjáið þið einnig The Shard, sem er ein af hæstu byggingum Evrópu.

 

Þetta var einum of girnilegt.

Þessa Raclette ostasamloku fæ ég mér nánast í hvert skipti sem ég fer. Bráðinn ostur og brauð getur ekki klikkað. 

Ég keypti ferskt Ravioli af þessum.

Frábær ekta ítölsk olía.

Þó að ég hafi tekið mikið af myndum þá er þetta bara lítið brot af því sem er í boði. Seljendur eru með sína bása og það er mjög mikið úval af vörum. Svo er þetta örugglega mest allt organic.
Markaðurinn er stærstur á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Ég mæli með að fara snemma á laugadagsmorgni, áður en túristaflóðið byrjar. Ef þú ert í London eða á leiðinni þá myndi ég ekki hika við að koma við! Muna bara þessar tvær reglur: mæta snemma og mæta svangur. 
Borough Market er einnig nálægt Tate Modern, en þangað er gaman að fara fyrir þá sem hafa áhuga á list. Næsta tube-stöð við markaðinn er London Bridge.

Edda