Cakepops og afmælisveitingar

29 Jun 2014

Við Gylfi héldum smá afmælisveislu í gærkvöldi fyrir fjölskyldu og vini þar sem við erum bæði að verða 25 ára í lok sumars. Þar sem við erum aldrei heima á þeim tíma var ekkert annað í stöðunni en að halda snemmbúna veislu í júní. 

Veitingarnar ollu okkur miklum höfuðverk þegar kom að því að leigja sal þar sem við erum hvorugt fyrir fancy snittumat og þess háttar. Það varð því úr að bjóða liðinu upp á mini borgara frá fabrikkunni, kökur og snakk. Við fengum æðislega afmælisköku frá snillingunum í Bakarameistaranum og cakepopsið sá ég sjálf um að búa til ásamt hjálp frá yndislegu mágkonu minni og dóttur hennar. Ég keypti allt sem þurfti í Allt í köku í Kópavogi og fékk góðar leiðbeiningar frá frábærum stelpum í búðinni þar sem þetta var mitt fyrsta skipti í kökupinnagerð. Þær kláruðust upp til agna, mér til mikillar ánægju. Ég mun klárlega gera svona aftur fyrir næstu veislu sem ég held. Setur skemmtilegann svip á heildarútlitið. Salurinn var svolítið hrár í útliti svo við vorum drykkina í tveim hjólbörum og í bölum. Ótrúlega þægileg lausn fyrir mikið magn af flöskum. 

Vinir okkar og fjölskylda sáu að sjálfsögðu til þess að kvöldið varð ógleymanlegt! 
Takk fyrir okkur :)

xxx