Einfaldur Ostaréttur

01 Jul 2014

Þessi ostaréttur er alveg hrikalega einfaldur og bragðgóður.

1 stykki Camenbert 
Hunang
Timían

Setjið ostinn í form, best er að hafa lítið form sem passar akkúrat fyrir ostinn þannig að hann bráðni ekki til hliðanna. 

Skerið með hníf nokkur göt í ostinn og hellið síðan hunangi yfir. Setjið tvær greinar af timian yfir og inn í ofn í 10 mín á 180°

 

Flest könnumst við það að kaupa pakka af ferskum kryddum í plastboxi, nota nokkur úr pakkanum og henda þeim nokkrum dögum seinna. Þess vegna finnst mér best að fara í Krónuna þar sem ferskar kryddjurtir eru seldar í stykkjatali. Þá er hægt að setja nokkrar greinar í poka og velja magnið sjálfur.
Svo að ég taki dæmi kostuðu timian greinarnar um 20 kr. en pakkinn 375 kr.Stalst til að taka mynd í Krónunni.

Marta Rún

#cheese #recipie #food