FIMM UPPÁHALDS - Sigríður Elfa

02 Jul 2014

Sigríður Elfa er 21 árs verkfræðinemi, fyrr á þessu ári lét hún gamlan draum rætast ásamt kærastanum sínum Erling en þau opnuðu vefverslunina FOTIA. BarryM er breskt snyrtivörumerki sem selur naglalökk og aðra snyrtivöru. Markmið þeirra með vefversluninni er að stækka vöruúrval snyrtivara á íslandi. Sigríður Elfa deilir hér sínum fimm uppáhalds hlutum.


1-2. Varalitirnir og naglalökkin frá BarryM, -alltaf með hvort um sig á mér, í mínu þunga veski-


3. Eames stóll, - Fyrsta húsgagnið sem við Erling keyptum saman, get horft á hann endalaust og fegrar hann litlu íbúðina okkar svo um munar-


4. Kenwood blandari,- Mest notaði hluturinn á heimilinu, hann spænir allt upp sem hann kemst í tæri við og ekki skemmir fallegi guli liturinn-


5. Skór úr Bianco,- Margir kalla mig kaupalka en ég mun ekki viðurkenna það fyrr en ég ligg í gröfinni umvafinn skóm og naglalökkum, ég bara elska Bianco-

Hvet ykkur til að kíkja á vefverslunina þeirra, gaman að sjá þegar fólk lætur drauma sína rætast og óska ég þessu flotta pari alls hins besta.

-Sara Sjöfn

Tengd blogg
#fimmuppáhalds #einstaklingar #BarryM