Michelin kokkurinn Agnar Sverrisson opnar nýjan skyndibitastað á Íslandi.

02 Jul 2014

Michelin kokkurinn Agnar Sverrisson leitar af fólki á nýjan skyndibitastað sem hann ætlar að opna i júlí.

Ég frétti af þessu ævintýri sem er að fara að stað í gegnum bróðir hans Agga Sverris. 
 
 Ég ákvað að hafa samband við þá og forvitnast um hvað væri að gerast og hvernig staður þetta yrði.

Agnar hefur undanfarin sextán ár búið í Lundúnum og rekið þar Michelin-veitingastaðinn Texture við Portman Square og þrjá vínbari undir nafninu 28°50° sem bjóða upp á léttan franskan mat með góðum vínum á sanngjörnu verði.

 Hann er að fara að opna staðinn Dirty Burgers & Ribs á Miklubrautinni þar sem áður var gömul lúgusjoppa sem hét Bæjarnesti.
 Hann ætlar að snúa henni gjörsamlega á hvolf og opna einn flottasta skyndibitastað á Íslandi.

 Það á að opna nokkuð sem aldrei hefur sést né þekkst á Íslandi og bjóða eingöngu upp á tvo rétti á matseðli; ostborgara og svínarif. Þeim hefur lengi þótt vanta slíkan stað hérna heima, þar sem boðið er upp á toppgæða skyndibita sem hægt er að elda á skammri stund. Á Englandi njóta slíkir staðir vinsælda því fólk kann að meta að geta fengið sér almennilega hamborgara, svínarif eða annað gómsætt án þess að það taki langan tíma að lesa matseðil eða elda matinn.

 Þeir leggja áherslu á töff inniviði í hönnun og úrvals hráefni í æðislegum mat. Hægt verður að borða inni og sækja mat í lúguna. 

 "Hamborgari er ekki bara hamborgari, því kjötið skiptir öllu máli. Ostborgarinn á nýja staðnum verður töluvert þykkari en gengur og gerist, fituprósentan einstök og kjötið ekki af ungnautum heldur gömlum beljum, sem er mun bragðbetra. Það skiptir engu af hvoru kyni dýrsins kjötið kemur heldur er staðreynd að ungnautakjöt er mun bragðminna. Það féllu bara allir fyrir auglýsingabrellu um ungnautakjöt á árum áður og halda enn að það sé best í heimi, en það er svo sannarlega ekki."

 Þeir eru á fullu við undirbúning staðarins og stefna á að opna um miðjan júlí og þeim vantar frábært fólk með sér í lið. Þeir eru að safna umsóknum á fullu og mæli ég með að ef þú veist um einhvern eða þig sjálfan langar að taka þátt í einhverju nýju á Íslandi að þú sækir um og sendir umsókn á vallisverriss@hotmail.com. Ath. að það er 18 ára aldurstakmark.

Ég mun að sjálfsöðu fjalla aftur um staðinn þegar hann opnar og sýna ykkur lesendum myndir af honum og matnum, en á meðan þá bíðum við öll spennt.

 

Marta Rún 

#interveiw #restaurant