Soho loft fegurð

02 Jul 2014

Frá því að ég byrjaði í náminu hef ég safnað að mér gríðarlegum fjölda af myndum af fallegum rýmum og innlitum fyrir innblástur. Ég gerði í rauninni öfugt við það sem Pinterest var að mæla með.. ég safnaði þessu öllu frekar í skipulagðar möppur og fór jafnvel inn á pinterest til að leita mér innblásturs en vistaði myndina í tölvuna hjá mér, heimskulegt i know. Ég er nýlega farin að pin-a myndir inn á Pinterest því sú hugsun að missa allt þetta safn úr macanum mínum hræðir mig. Í þessu safni mínu var þessi mynd sem ég hef átt lengi því hún heillaði mig strax, bæði húsgögnin og litavalið, eins uppsetningin. Ég hef alltaf verið forvitin um hvernig restin af íbúðinni liti út og loksins fann ég framhaldið af henni og það er jafn dásamlegt og þessi mynd sem ég er búin að halda upp á svo lengi. Þessar myndir glöddu mig svo mikið að ég ákvað að deila þessum fallega einfaldleika með ykkur xxMyndir: Ditte Isager

Fallegt finnst ykkur ekki?
Ég er alveg hrikalega skotin í litavalinu á veggjum og loftum og andrúmsloftinu sem það skapar fyrir rýmin. Ég segi og skrifa það aftur..
málaður alla veggi, eins loftið, þannig býrðu til þetta fallega andrúmsloft og útkoman verður mun flottari og áhugaverðari - því lofa ég!

Xo - SARA DÖGG

Hér getiði fylgst með mér..
Sara á Pinterest
Sara á Instagram


tengd blogg
#innlit #interiordesign #woweffect #dreaminterior #dramaticlook