Hummingbird Bakery

04 Jul 2014

Hummingbird er æðislegt bakarí í London. Þar er að finna mikið úrval af girnilegum cupcakes og kökum, og eru staðirnir nokkrir á dreif um borgina. 

Ég kíkti þangað um daginn þegar systir mín var í heimsókn. Við fórum á Portobello Road market í blíðunni og settumst niður í smá kökur og kaffi. Gulrótabollakakan þeirra er ein sú besta sem ég hef smakkað. Ég tók nokkrar myndir á meðan ég beið í röðinni þar sem það var bókstaflega troðið út úr dyrum. Ef þið eigið einhvertíma leið hjá verðið þið að lofa mér að smakka gulrótakökuna. 

xxx