Japanskt salat

06 Jul 2014

Ég uppgvötaði þetta salat fyrst fyrir um 3 árum þegar ég bjó í Þýskalandi og það hefur verið á matseðlinum mjög reglulega síðan þá. Salatið er til í hinum ýmsu útgáfum á netinu en með tímanum hefur þetta orðið mín útgáfa af því. 

 

Það er einstaklega létt og gott og hentar vel við hvaða tilefni sem er. Það er til dæmis tilvalið að bera það fram í matarboði í stórri skál sem meðlæti eða aðalrétt. Ef þið eruð grænmetisætur eða borðið ekki kjúkling er hægt að gera það alveg jafn gott með því að elda tómatana í sweet chili í staðin fyrir kjúklinginn.


Hér er það sem þið þurfið (fyrir 2) :

1 stór poki baby leaf salad

2 þroskuð mangó

1-2 pakkar (fer eftir stærð) kirsuberjatómatar

2 kjúklingabringur

Bókhveiti núðlur (eftir smekk)

2-3 msk furuhnetur

Sweet chili sósa

Dressing :

Ég nota oftast litla espresso bollann á myndinni til að mæla. 

1 næstum fullur bolli rape seed olía ( eða ólífuolía) eða  1/2 venjulegur bolli

1/2 bolli balsamic vinegar eða 1/4 venjulegur bolli

1 full matskeið sojasósa

3 skeiðar agave sýróp

Fyrir dressinguna er allt sett saman í lítinn pott og látið sjóða í um 30 sek. Tekið af hellunni og hrært í reglulega þar til sósan kólnar svo hún skilji sig ekki, mjög mikilvægt að hræra hana vel. Ég byrja oftast á að gera dressinguna og hræri svo í henni á meðan ég geri restina af salatinu.

 

Fyrsta skrefið er að þurrsteikja núðlurnar á pönnu. Mér finnst þessar núðlur langbestar þar sem þær "poppast" á pönnunni og verða ótrúlega crispy og góðar. Þær eru tilbúnar þegar þær eru orðnar gylltar eins og sést á myndinni.  

Því næst eru furuhneturnar þurrsteiktar og settar til hliðar í skál með núðlunum. Mango og tómatar skorið niður í smátt. 

 

Og síðast eru kjúklingabringurnar skornar í teninga og eldaðar á pönnu með sweet chili sósu. 

Mér finnst best að gera þetta í þessari röð : salat, núðlur, hnetur, dressing, mangó, tómatar, kjúklingur.

 

Ég ber það oftast ekki fram með neinu þar sem salatið er mjög saðsamt. Hvet ykkur til að prófa.

 

xxx