Sumarfrí á Íslandi

11 Jul 2014

Þessa vikuna er ég að túristast um Ísland og það er búið að vera yndislegt.

Þessi vika er búin að vera róleg hjá mér í færslum vegna þess að ég er í sumarfríi á Egilsstöðum.
Við lögðum af stað miðvikudagskvöldið og gistum eina nótt á Siglufirði og þaðan til Akureyrar í dagsferð og núna erum við á Egilsstöðum. Mér líður líklega alveg eins og túrista á Íslandi vegna þess að ég hef ekki komið hingað frá því að ég var barn og þessi staður og leiðin hingað er alveg ótrúlega falleg og erfitt að lýsa í orðum.
Við fengum okkur að borða hádegismat á Akureyri á Múlaberg sem er veitingastaðurinn hjá Hótel Kea. Við vorum það heppin að sólin skein og við sátum úti. Staðurinn fær hrós frá mér fyrir að vera með góðan mat og góða þjónustu.

 

beef carpaccio

 

coq au vin 

Pulled Pork samloka

Á meðan við erum á Egilsstöðum þá erum við í litlu húsi sem er staðsett við Urriðavatn. Þetta eru svona um 25 fermetra  "pinkulítill bústaður" með engu rafmagni en er upphitaður og með heitt vatn. Ég á eftir að sýna ykkur myndir af staðnum, það er ekkert í kring nema nátturan og vatnið. Ég er fyrst núna að komast í smá net annars eru símarnir búnir að vera batteríslausir. Það er búið að vera frekar þægilegt satt að segja þar sem maður er svo háður öllum þessum tækjum.
Í kvöld erum við að fara út að borða á gistiheimili og svo er það bara áframhaldandi kertaljós, spil, rómantík og rauðvín.Marta Rún

#summer #iceland #personal #food #akureyri #restaurant