Döðluólívu pestó

13 Jul 2014

Frábært í hittinga með vinkonunum

 

Þetta er mesta ljúfmeti! Uppskrift sem ég setti á gamla blogginu mínu, en fanst vert að minnast á.

Mamma gerði þetta salat um daginn og ég bókstaflega gat ekki slitið mig frá skálinni. Þetta er samt sem áður hollt og fljótlegt!

Uppskrift

Ein krukka af rauðu pestói

hálf krukka fetaostur og smá af olíunni líka

1 og 1/2 dl af svörtum ólífum gróft saxaðar.  

1 1/2 dl af smátt söxuðum döðlum 

1 1/2 dl af saxaðari steinselju, ég hef notað líka steinseljukrydd og það er mjög gott líka.  Kryddaði bara eftir smekk

1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum

2 hvítlauksrif, smátt skorin eða í hvítlaukspressu

Aðferð

Setur þetta allt saman í skál og hrærir svo saman, mátt breyta hlutföllum eftir smakk.  Gott er að láta þetta standa í 2-3 tíma í kæli. 

Mæli hiklaust með þessu gerði þetta fyrir Dale dúllurnar og þetta sló í gegn.

Megið endilega láta mig vita hvernig þetta bragðast! 

Uppskriftin er frá Gulur, Rauður, Grænn og Salt og má finna hér.