Fyrir & Eftir NY íbúð

21 Jul 2014

Fyrir og eftir myndir af fallegri & kvenlegri íbúð hjá Nicole Gibbons bloggara & hönnuði. 

Stofan FYRIR..


Stofan EFTIR..

Borðstofan FYRIR..

Borðstofan EFTIR..

Sjónvarpsrými FYRIR..

Sjónvarpsrými EFTIR..

Hliðarborð FYRIR..

Hliðarborð EFTIR..

Eins og þið tókuð kannski eftir.. að bara það að mála rými í öðrum lit gjörbreytir andrúmsloftinu. Henni fannst orðið grái liturinn verða alltaf dekkri og dekkri með árunum og rýmið þyngdist með í kjölfarið, svo að hana langaði að fara aðra leið og fá líflegri lit í rýmið. Þessi fallegi ljósblái litur varð fyrir valinu og hann gefur svo sannarlega lífinu lit. Eitthvað held ég að maður yrði frískari og glaðlegri ef rýmið manns yrði í ferskum, björtum og fallegum litum. Við íslendingar erum svolítið föst í þessum gráu/brúnum tónum, sem kannski endurpseglar hvernig veðráttan er hér og hvernig okkur líður þegar við komum inn frá henni, okkur langar helst að kúra upp í sófa og hafa það kósý í kuldanum. Þetta eru mín skilaboð til ykkar : Verið óhrædd að mála í lit og prófa ykkur áfram í litavalinu, þetta er bara málning og alltaf hægt að mála yfir aftur:)  - Þið gleðjist örugglega meira fyrir vikið xx

xo - SARA DÖGG

tengd blogg
#beforeandafter #interiordesign #innlit #tips #boldcolors