Ígló & Indí SS15 - ORGANIC

28 Jul 2014

Ég kíkti í heimsókn í höfuðstöðvar Ígló & Indí um daginn og fékk að sjá sumarlínu 2015. 

 

Það sem vakti athygli mína var nýjung hjá þeim og þeirra fyrsta skref í átt að umhverfisvænari framleiðslu.

Partur af línunni er úr lífrænum bómul. Sum dressin eru fyrir bæði kynin á meðan önnur eru aðeins kynbundnari.

 

 

Í grunnin eru öll fötin ljós með gráu pöndu printi sem ég er alveg dolfallinn fyrir.

Næsta sumar getur þú fengið vinsælustu sniðin þeirra úr lífrænum bómul og með því erum við öll að taka þátt í að vera umhverfisvæn, börnunum líður vel í fötunum og eru virkilega flott.

Hérna getur þú séð sumar-línuna í heild sinni, einstaklega falleg og þægileg föt sem ég og Atli Dagur hreinlega elskum. 

-Sara Sjöfn