Black & White Draumur

29 Jul 2014

Innlit dagsins er einstaklega fallegt og edgy með smá urban glamúr eiginleikum. Skoðið myndirnar og fáið innblástur xx

Ég hef áður sýnt ykkur þetta einstaka og fallega eldhús þegar ég tók fyrir svartar innréttingar, hægt að skoða þann pistil hér.

Þessir barstólar eru allt! Svart og gyllt getur ekki klikkað. 

Hrikalega flott lita- og efnasamsetning

Á óskalistanum fyrir mitt heimili eru svona horn, ég hef ekki fundið þau en leit minni heldur áfram því að ég þrái að eignast þau. Veist þú hvar þau eru fáanleg?

Samhverft svefnherbergi með grófu efna veggfóðri

Gestaherbergið er skemmtilega öðruvísi

Enginn spegill í "púður" herberginu, bara speglaveggfóður - persónulega gæti ég það ekki.

Eins og þið tókuð kannski eftir, þá eru háar greinar í vasa bæði í eldhúsinu og á baðherberginu, þetta er gert til að hækka lofthæðina - háar og langar greinar plata mann með hærri lofthæð, mjög sniðug hugmynd fyrir lítil og lág rými. 

Heimaskrifstofan er einföld og falleg, virkar fyrir bæði kynin. Ég hef alltaf verið hrifin af þessu veggfóðri, mig minnir að það sé fáanlegt hjá Bólstraranum á Langholtsvegi.

xo - SARA DÖGG

tengd blogg
#glamourdecor #blackandwhite #golddecor #innlit #interiordesign