Innblástur fyrir nýtt heimili vol. 2

05 Aug 2014

Flutningar um helgina og ég get hreinlega ekki beðið eftir að koma okkur fyrir.

Núna er ég á fullu að renna yfir myndirnar sem ég hef safnað að mér og raða inn í íbúðina í huganum.


Lítið tjald og eldhús í barnaherbergið er eitthvað sem hefur slegið í gegn hjá mínum.


Ég talaði um í fyrri póstinum sem ég var með innblástur fyrir heimilið að ég væri mjög heit fyrir dökk-gráum veggjum. Ég lét það eftir mér og eru allir veggir í alrýminu dökk-gráir. Við erum bara búin með eina umferð en sátt er ég.
Hlakka til að sýna ykkur útkomuna. Þangað til næst..

-Sara Sjöfn

Tengd blogg
#innblástur #skandinavískt #heimili #litlafólkið #barnaherbergi