Helgin mín

07 Aug 2014

Ferðinni um verslunarmannahelgina var haldið heim. Ég fór á mína tuttugustu & þriðju Þjóðhátíð og alltaf er þetta jafn gaman, var veik í þokkabót en skemmti mér samt vel þrátt fyrir veikindin sem ég ætla aldrei að stíga upp úr (11 dagar & still counting). Ég verð samt að segja að mér er farið að finnast þetta alltaf eins ár eftir ár, eins en samt gaman. Ég myndi ekkert grenja það að missa úr einni hátíð og fara einhvert að sleikja sólina.. það kemur hátíð eftir þessa hátíð ætla ég að segja mér þegar að því kemur. Ég veit líka ekki hversu oft ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að drekka á mánudeginum, ég verð alltaf svo mikill lasarus og rosa lítil í mér. Talandi um það þá þarf ég að koma því fram að ég tek ofan fyrir þeim sem eiga börn á mánudeginum eftir þjóðhátíð... ég og kæró vorum svo ill-uð að við vorum rosa þakklát að vera bara í mömmudekri í staðinn fyrir mömmuleik. 

Ég fékk að birta þessa sjúklegu flottu mynd hér að ofan frá Gunnar Inga ljósmyndara. Ég tók því miður engar myndir, ég er svo léleg í því - þið afsakið það.

Hér er eina myndin sem ég grammaði, enda krúttleg!

Mætt upp í brekku á föstudeginum - Parið & sætasti Atli Dagur, sonur Söru Sjafnar og Bergs. 

Takk fyrir helgina skemmtilega & fallega fólk xx
xo - SARA DÖGG
 

#þjóðhátíð