Grill á Þingvöllum með Kjötkompaníinu

11 Aug 2014

Við fórum upp í bústað til vinafólks okkar um daginn og tókum með okkur grillpakka frá Kjötkompaní-inu í Hafnarfirði.

Ég og fjölskyldan mín erum fastagestir í Kjötkompaní-inu í Hafnafirði. Þar er hægt að fá allt á milli himins og jarðar og er ein mesta sælkerabúð sem finnst á Íslandi. Allt í gæðaforréttinn, í aðalréttin eru ótal tegundir í kjötborðinu í boði og svo eru þeir með eftirréttinn í lagi, súkkulaðimús, ostakökur, tiramisu og margt fleira. Ég gæti talið upp marga marga hluti sem ég kaupi þar reglulega en ég ætla ekki að gera það í einni færslu heldur ætla ég að vera dugleg að láta ykkur vita þegar ég fer þangað og kaupi í matinn, tek svo myndir og deili með ykkur.


En í þessa ferð fórum við og tókum með okkur eitt það vinsælasta sem fæst í Kjötkompanínu en það er lambakonfekt. Lambakonfekt er lambafille með rifi í kryddjurtalegi og það er gjörsamlega eitt það besta sem ég fæ. Ég nota það oft sem meðlæti eða forrétt í grillveislunni því þetta eru svona litlir "konfekt" bitar með ótrúlega góðu bragði sem ekki er hægt að lýsa. 

En það sem við fengum okkur í pokann var lambakonfekt, marinerað lambafille með fitunni, tvær tegundir af sósum, salat, dressingu, kartöflur með kryddi og tvo eftirrétti, súkkulaðimús og kókos- og súkkulaðiköku. Allt tilbúið, ferskt og ekkert annað sem við þurftum nema grill. Ég veit að þetta hljómar alveg hrikalega mikill matur en maður stjórnar alveg magninu af réttunum sem maður kaupir og hagað því eftir hversu margir eru að borða. Þetta var klárlega með betri grillveislum í sumar þó það hafi rignt á okkur á milljón.

 

Ef þið fáið ekki vatn í munninn við þessar myndir þá veit ég ekki hvað er að ykkur.

Desertmaginn minn býður alltaf uppá smá aukapláss.
Krukkurnar sem þeir komu í voru líka flottar og gott að eiga þær þegar maður er búin að borða.

Hundurinn átti líka erfitt með að vera rólegur með alla þessa kjötlykt.

Svo stelpur dragið strákana ykkar í Kjötkompaní-ið í Hafnarfirði eða komið þeim á óvart.
Þú átt ekki eftir að vilja að kaupa þér kjöt annars staðar.

Kjötkompaní-ið  er staðsett á Dalshrauni 13 (rétt hjá American Style) og eru opnunartímarnir eftirfarandi.

Mán - Fim 11:30 - 18:30
Fös 10:00 - 19:00 
Lau 10:00 - 17:00

En haldið áfram að fylgjast með mér því ætla að vera dugleg að kynna ykkur það sem er í boði þar og segja ykkur meira frá staðnum fljótlega.

Marta Rún

#kjotkompani