KRÁS götumatarmarkaður

13 Aug 2014

Síðustu helgi fór ég ásamt nokkrum á Krás götumatarmarkað sem er búin að vera haldin síðustu þrjá laugardaga og það eru enn tvö skipti eftir. 

Þetta er í fyrsta skipti sem svona markaður er haldin á Íslandi.

"KRÁS Götumatarhátíð er hátíð sem verður í Fógetagarðinum á hverjum laugardegi frá 26. júlí og þangað til á menningarnótt. 
Þar leiða saman hesta sína margir af þekktustu kokkum af fínustu veitingahúsum og aðrir sem þekktir eru fyrir einfaldan götumat og búa til sína útgáfu af götumat. 

Í Fógetagarðinum er tilvalið að setjast niður með rósavíns eða freyðivínsflösku, ganga svo á milli bása og kokka og smakka það sem upp á er boðið njóta og deila hver með öðrum." 

Lýsinguna hér að ofan og fleiri upplýsingar má finna á  facebook síðu KRÁS götumatarmarkaður

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók síðasta laugardag.

Auðvitað var Coocoo´s Nest á staðnum.

Edda með freyðivín með röri.

Allskonar girnilegir smáréttir.

Tvær sætar og saddar.

 

Ekki láta þetta framhjá þér fara og kíktu næstu helgi eða á menningarnótt og upplifðu nýja stemmingu.

Marta Rún 

#food #reykjavik