Hvert áttu að fara næst í Brunch? - Satt Restaurant

14 Aug 2014

Ég fór síðustu helgi fyrir Gay Pride gönguna í brunch á Satt Restaurant en hann er þar sem Icelandair Hotel Reykjavik Natura er staðsett.

Þar sem ég er rosaleg brunch manneskja þá þurfti ég að kíkja á þennan stað eftir að vinafólk mitt fór og sagði mér að þetta væri eitt flottasta brunch-hlaðborð sem þau hefðu farið á á Íslandi. Ég verð að taka undir það með þeim og vera sammála "ósvikinn brunch". Þetta var allt saman svo flott og ferskt. 

Ekki þessi hefðbundni hótel brunch með þetta klassíska egg og beikon heldur mikið af allskonar réttum. 
Ég get svarið það að hefði ég verið botnlaus hefði ég geta farið óteljandi ferðir með tóman disk. Ég hafði það þrjár ferðir í þetta sinn, smá forrétt, aðalrétt og kíkti svo á deserthlaðborðið. Það er erfitt að koma frá sér í fáum orðum hvað var í boði og hvernig þetta bragðaðist þannig ég ætla að láta myndirnar segja ykkur betur frá því sem var i boði.

Eftirréttaborðið, ég passaði mig að verða ekki of södd.

Kjöt og ostaplattinn var hrikalega góður, ég hefði geta borðað mig sadda þar.

Svo eins og hér fyrir neðan er dæmi um allskonar meðlæti sem hægt er að fá t.d. með því kjöti og sósu sem voru á boðstólum.

Þetta var klárlega það besta sem ég fékk mér.

Það er eldofn í miðjunni og reglulega komu á borðið allskonar pizzur með skemmtilegum áleggjum. Maður þarf að vera fljótur að ná sér í sneið.

 

Þennan mánuð er Nova tilboð á Satt, það er 2 fyrir 1 í brunch um helgar og í hádeginu á virkum dögum. Það er því um að gera að nýta sér það ef þið eruð viðskiptavinir Nova eða bjóða vini með sem þið vitið að sé í Nova. Ekki láta þetta framhjá ykkur fara!

Brunchinn er hægt að fá laugardaga og sunnudaga frá 11:30 til 14:00 og mér finnst þetta frábær leið til að byrja daginn.

Takk kærlega fyrir mig.

Marta Rún

#brunch