DIY - Sara Dögg & Marta breyta

18 Aug 2014

Marta Rún hafði nýlega samband við mig varðandi Ikea hillusamstæðu sem þau parið áttu og langaði þeim að uppfæra hana á flottan & ódýran hátt. Ég var sko aldeilis til í það enda mikill föndrari og algjör DIY-ari. 

Ég byrjaði á að velta fyrir mér húsgagninu og reyna að sjá sem flestu möguleikana um hvað ég gæti gert. Næst sæki ég mér innblástur og hann kom aðallega frá pinterest, það er til endalaust af sniðugu Ikea hacki þar inni. Svo er það bara að koma þessum hugmyndum saman og henda í eina final. Við vorum samróma í því að mála þetta í einhverjum fallegum gráum-sönduðum lit og notast við svart & gyllt með. Þá vorum við báðar líka sammála um að það kæmi ekkert annað til greina heldur en fallegu PrettyPegs sem eru einfaldlega skart á húsgögnin. Ég er að segja ykkur það.. ef þið eigið hillusamstæðu eða skenk frá Ikea og viljið uppfæra hana aðeins, þá eru þessir fætur guðdómlega fallegir og gera heilmikið fyrir mubbluna þína. Við enduðum á þeim fótum sem heita PrettyPegs Estelle Black og fást á Snúran.is, margt fallegt hægt að finna þar sem prýðir heimilið þitt. 
Eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan þá er þetta voðalega einföld mubbla og ekkert rosalega spennandi. En í nokkrum skrefum er hægt að gera hana aðlaðandi og hreint út sagt, fallega. 

1. Við byrjuðum á því að þrífa hana auðvitað, það er nóg að strjúka yfir hana.

 

2. Næst er það grunnurinn - það er mikilvægt að grunna húsgögnin svo að málningin geti gripið í eitthvað. Við notuðum ljósan grunn sem við fengum í Byko (Proff - silkimatt) sem var olíukenndur, sem gerði það að verkum að það var auðvelt að bera hann jafnt og fljótlega á. Best er að nota fínan bursta svo að hann skilji ekki eftir sig stór penslaför.  Við leyfðum grunninum að þorna eftir leiðbeiningum, minnir að það hafi verið 2 klst.. sem þýðir bara eitt - red wine. 
Svona lítur þetta út eftir eina umferð af grunni. 

Myndirnar eru teknar af kvöldi til svo að þær eru í dekkri kantinum, þið afsakið það. 

 

3. Þá er komið að skemmtilega partinum - að mála í litnum, því þá loksins sér maður mun. Þessi litur er einstaklega fallegur og við vorum ekkert smá ánægðar með hann. Hann fengum við einnig í Byko og litanúmerið er NCS-S-3500-N. Best er að nota svamprúllu, þá verður áferðin slétt og falleg.

 

4. Þegar allt er orðið vel þurrt þá er ekkert annað í fyrirstöðunni en að hækka mubbluna upp og henda undir hana fallegu PrettyPegs, sem er gert á ótrúlega einfaldan hátt. 

 

5. Til að bæta aðeins meira detaili á og gera hana enn flottari þá var ferðinni heitið í Brynju á Laugarveginum í leit að einhverju fallegu & gylltu og við enduðum á þessu smáatriði. 

 

VOILA
Eigendur eru hrikalega ánægðir með útkomuna -  eins ég. 

Stórskemmtilegt verkefni sem er hrikalega auðvelt og fallegt - Eitthvað sem allir geta gert!

xo - SARA DÖGG

tengd blogg
#diy #ikea #ikeahacks