GLOBO - Nýtt frá Kähler

18 Aug 2014

Danska vörumerkið Kahler hefur verið á vörum margra um þessar mundir en afmælis útgáfan þeirra af omaggio vasanum er eitthvað sem mörgum langar í enda hrikalega flottur. Ég er svo lánsöm að vera komin með minn í hendurnar og er ég afskaplega glöð með hann. En núna er að koma nýtt frá þeim og varð ég að sýna ykkur þessa fallegu kertastjaka, ég er mjög hrifin af þeim og þá sérstaklega í gráa litnum. 
Þeir heita Globo og eru hannaðir af Dorthe Helm. Ég væri til í þann minnsta og þann stærsta.

-Sara Sjöfn

Tengd blogg
#skandinaviskt #heimili #Khaler