Ítölsk Ommeletta

18 Aug 2014

Ég eyddi síðustu helgi á Þingvöllum uppí bústað en það var yndislegt að slappa af og borða góðan mat.
Ég gerði Ommelettu einn morguninn með ítölsku ívafi sem kom skemmtilega út.

Í ommelettunni var notaði ég það sem ég átti til í ísskápnum.

Paprika

Sveppir

Rauðlaukur

Hvítlaukur

Í raun er þetta mjög sniðug lausn til þess að nota afganga. Ég skar þetta allt saman smátt niður steikti á pönnu og hellti svo eggjablöndunni sem samanstóð af sex eggjum ofan í pönnuna á grænmetið. Þetta saltaði og pipraði ég aðeins.

Þegar ég sá að hún var orðin aðeins ljósbrún undir og tilbúinn þá snéri ég henni við. Það getur verið erfitt að snúa henni án þess að brjóta hana þess vegna notaði ég stóran disk. Ég hvolfdi henni á diskinn þannig að hlutinn sem lá á pönnunni sneri upp og setti hana svo rólega á pönnuna á hina hliðina og steikti þar til sú hlið var orðin ljósbrún líka. Þá setti ég hana aftur á diskinn, raðaði tómatasneiðum á og einnig parmaskinku, parmesan osti og basiliku.

Marta Rún

#food #italian