Ný Peysa

22 Aug 2014

Þessi fallega peysa fékk að fylgja mér heim í dag. Ég er ekkert smá ánægð með hana og á eftir að nota hana óspart þegar kólna fer. Ég er algjör kuldaskræfa og er nánast aldrei heitt svo að ég á eftir að hreiðra mig um í þessari. Ég hef aldrei verið hrifin af rúllukraga en þessi kragi er loose og frekar stór svo að hann hæfir mér betur en þeir sem eru þrengri. Það er lítið annað þæginlegra en að henda sér í oversized peysu, líða vel og samt vera ágætlega flott til hafður. Stórar peysur eiga eftir að koma sterkar inn hjá mér í vetur hugsa ég, þær eru bara svo ómissandi á köldum og gráum dögum. Hún á jafnvel eftir að fylgja mér á menningarnótt á morgun sem ég er btw að fara á í annað skiptið, ég fór síðast fyrir einhverjum árum.

 

 Það stefnir allt í ótrúlega góða helgi og ég er yfir mig spennt fyrir henni. Þar sem ég bý út á Granda og með svalir út á haf þá verð ég vitni af hlaupinu á morgun. Sjálf leiðist mér að hlaupa og það gerist max 5x á ári svo að ég ætla að vera á hliðarlínunni og vera í klappliðinu, fagna kæró og félögum. Ef veður leyfir verður líklega farið út á Austurvöll og fengið sér öl, svo er það bara grill og gleði með vinum... gerist ekki betra. Sunnudagurinn er heldur ekki á verri endanum þar sem ég mun loksins líta goðið mitt augum. Þetta er s.s þriðja og síðasta tilraun mín til að sjá JT live og ég get ekki beðið! 

Eigið yndislega helgi xx

xo - Sara Dögg

tengd blogg
#newin #zara