Frábærir djúsar með Klöru Sól

23 Aug 2014

Klara Sól deilir með okkur nokkrum uppskriftum af hollum og auðveldum djúsum.

Klara Sól Ágústsdóttir er 22 ára fyrsta árs arkitektnemi við Listaháskóla Íslands og starfar sem barista á Te og Kaffi.
Hún hefur mikinn áhuga á hönnun og listum, hvort sem það er arkitektúr, textíll eða vöruhönnun.
Ég er að fylgjast með Klöru Sól á Instagram og hún er dugleg að deila myndum af allskonar girnilegum djúsum. Ég hafði samband við hana og fékk hana til að deila með okkur nokkrum uppskriftum. Hún er dugleg að prófa sig áfram í djús og matargerð.
Þetta blandast saman við að hreyfa sig og lifa hollum lífsstíl.Morgun-Orkubomba:

2 græn epli
5 gulrætur
1-2 rauðrófur
hálf sítróna
engifer, turmeric og chia fræ eftir smekk.

 


"Nammisjeik"

2 Bananar
bolli af kókósvatni
Döðlur og kanill eftir smekk.Klara drekkur svo vatnsmelónudjús á hverjum degi og bætir oft ferskri myntu úr garðinum út í.

Vatnsmelónudjúsinn er bara vatnsmelóna, smá ískalt vatn, og 2-3 klakar.. og svo auðvitað myntan þegar ég er í stuði fyrir hana

 

Svo er hún dugleg að  prófa sig áfram í allskonar vatnsmelónudrykkjum.

 

Hér er mynd af banana-myntu-kókós-lime smoothie

 

Endilega fylgist með Klöru Sól á Instagram : KLARASOL


 

Marta Rún

#people #recipes #juice