Auðvelt DIY - BAR

24 Aug 2014

Heima BAR getur svo sannarlega gefið lífinu & rýminu lit. Fallegu glösin þín, flöskurnar og skálarnar eiga það skilið að vera frammi fyrir allra manna augum. 

Sjálf fann ég einstaklega fallegan gylltan bar vagn í Góða Hirðinum um daginn og ég gæti ekki verið ánægðari með hann (ef þið hafið ekki tekið eftir því góðir lesendur þá er ég sökker fyrir öllu gylltu). Á honum er ég með falleg glös sem þjóna sitthvorum tilgangi - rautt, hvítt & bjór. Svo er flöskusafnið að koma hægt og rólega, svo fylli ég upp í með vín karöflu, stelli, blómum, vösum og aukahlutum.. rosa fínt. 

Ég ætla að koma mér að efninu... Ég rakst á þessa færslu um helgina þar sem hún föndraði lítinn krúttlegan bar úr IKEA skiptiborði - Auðveldara og ódýrara getur það ekki verið, aðeins 4.950 kr. !!

 

Það eina sem þú þarft er málning. Fyrir "bakkann" þá geturu annað hvort flísalagt hann, fengið spegil eða gler í þessari stærð, málað hann í öðrum lit, stenslað eitthvað fallegt mynstur á hann eða nota fallegan gjafapappír í botninn. Endalausir möguleikar í boði. Svo skreytiru hann eftir þínu auga og VOILA hann gæti endað svona.

Til að gera hann veglegri gætiru bætt við hjólum undir hann, löngu handfangi á aðra hliðina og gert hann að bar vagni.

Speglaflísarnar setja svo sannarlega punktinn yfir i-ið, gerir hann mikið glæsilegri.


myndir Jessica Castro

Skálum fyrir þessu, gærdeginum og deginum í dag þar sem ég er loksins að lýta JT augum eftir langan eltingaleik. SALUTE xx

xo - Sara Dögg

tengd blogg
#ikeahacks #diy #homebar #decoration