Pulled Pork

24 Aug 2014

Pulled Pork er eitthvað sem er mjög vinsælt núna á Íslandi enda alveg hrikalega gott.
Það er svínakjöt sem er hægeldað  í marga klukkutíma. Það tekur því alveg gríðarlega langan tíma að gera, þess vegna fer ég oftast í Kjötkompaníið og næ mér í tilbúið og þá sérstaklega á virkum dögum þegar ég hef kannski ekki tíma til að gera þetta sjálf.
 

Pulled pork er t.d notað sem álegg á samloku en klassískt er að nota það á milli hamborgarabrauðs með hrásalati og frönskum.
Oftast er það í einhvers konar BBQ sósu.

 Ég fer í Kjötkompaníið í Hafnafirðinum og sæki mér tilbúið "pulled pork", hamborgarabrauð og kalt sætkartölflusalat. Þar geturu fengið þá skammta sem þú villt eftir því hverjir margir eru í mat.
Svo hita ég "pork-ið" a pönnu í nokkrar mínutur, á meðan hita ég brauðið rétt svo í ofninum. Á heitt brauðið set ég svo smá kál, lauk, hrásalat og  auðvitað pulled pork-ið á milli.
Ber þetta svo fram með sætkartöflusalati frá kjötkompaníinu eða frönskum. Ég er að segja ykkur það þetta er RUGL gott.
Fljótlegt, einfalt og bragðgott.

Marta Rún

#kjotkompani #pulledpork