Óskalistinn - Jóna Vestfjörð

26 Aug 2014

Næsti viðmælandi minn í þessum vinsæla lið er Jóna Vestfjörð Hannesdóttir. Jóna er virkilega falleg & fyrirmyndarstúlka sem gaman er að fylgjast með og ég mæli með því ef þið eruð þegar ekki að því.

@jonavestfjord

Hver er Jóna Vestfjörð?

Ég heiti Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og er 22 ára Garðabæjarmær. Í dag stunda ég laganám við Háskóla Íslands og mun hefja mastersnám þar eftir áramót. Þó ég segjist sjálf vera úr Garðabænum hef ég lítið búið þar en ég hef mestmegnis af ævinni búið erlendis. Þá m.a í París, Stokkhólmi, Helsinki og New York með foreldrum mínum og Þýskalandi og London með kærasta mínum. Ég fluttist svo til Íslands þegar ég var að fara á annað ár í Menntaskóla. Í dag bý ég í Garðabæ og Þrándheimi, Noregi, með kærasta mínum. Ég þarf að vera ansi dugleg að flakka á milli útaf náminu mínu en það finnst mér mjög skemmtilegt! Áhugamálin mín eru jafn frábrugðin og þau eru mörg. En þau eru fyrst og fremst námið mitt, skemmtileg ferðalög um heiminn, framandi matargerð, líkamsrækt og heilsa.

 

ÓSKALISTINN

 

1. Arco-marmara lampi - eftir Achille og Pier Giacomo Castiglioni fyrir Flos.
Ég hef lengi verið hrifin af þessum lampa. Mér finnst hann æðislegur. Hann þarf reyndar svolítið pláss til þess að fá að njóta sín. Það er stór draumur að eignast hann inn í framtíðar húsnæði.

 

2. Stockholm rug - IKEA 
Þetta teppi hefur lengi verið á óskalistanum mínum en hefur verið uppselt í hvert skipti sem ég geri tilraun til þess að eignast það. Ég held að teppið væri fullkomið inn í skrifstofuna okkar þar sem ég eyði miklum tíma að læra og því alltaf kostur að hafa svæðið huggulegt.

 

3. Shun matreiðslu - hnífar frá Japan.
Ég hef sérstaklega gaman af því að elda og hef það væntanlega frá henni móður minni sem er einn besti kokkur og matgæðingur sem ég þekki. Ég heimsótti foreldra mína sem búa í Tokyo fyrr á árinu og þar komst ég í kynni við heilt hverfi fullt af litlum japönskum búðum sem selja einungis japanskt leirtau og matreiðslu hnífa. Ætli Shun hnífarnir endi ekki á jóla-óskalistanum mínum. Þeir eru fallegir, með mjög þungu skafti og úr Damascus stáli sem gerir þá sérstaklega sterka og beitta.

 

4. HH Simonsen rod nr. 4
Ég hef prófað þetta krullujárn hjá nokkrum vinkonum og þetta er örugglega besta krullujárn sem ég hef prófað, a.m.k fyrir mitt hár. Hárið mitt er rennislétt og mjög fíngert sem gerir það að verkum að það er oft á tíðum mjög líflaust. Ég set alltaf í mig einhverja liði áður en ég fer eitthvað fínt til þess að fá smá líf og hreyfingu í hárið og mér finnst þetta járn gera náttúrulegustu liðina.

 

5. Mega bright serum frá Origins 
Ég er mjög hrifin af húðvörunum frá Origins en mér finnst vörurnar þeirra virka mjög vel á mína húðgerð. Eitt sem ég á eftir að prófa frá þeim er Mega Bright Serum. Serumið á víst að aðstoða við að fá jafnan húðlit og það er eitthvað sem ég sækist eftir. 

 

6. Espresso - vél 
Venjuleg kaffivél hefur dugað mér í langan tíma en mig langar mjög til þess að eignast almennilega gæða espresso-vél. Ég drekk frekar mikið kaffi og dagurinn minn hvorki byrjar né endar öðruvísi en að fá sér góðan kaffibolla og þessvegna væri fínt að eiga eina slíka.

 

7. Burberry Trenchcoat 
Þessa kápu hefur mig lengi langað í. Hún er svo ótrúlega klassísk og maður getur notað hana við mörg tilefni. Ég er ekki mikil úlpu manneskju og er miklu gjarnari að ganga í kápu með trefil frekar en úlpu. Þessi kápa myndi hafa mikið notagildi fyrir mig.

 

8. Nike Sportswatch GPS
Ég hef séð marga með svona og þetta er svo rosalega hvetjandi! Þessi græja myndi líklegast gera það að verkum að ég færi helmingi oftar út að hlaupa en ella.

 

9. Laura Mercier Flawless skin eye serum
Ég er mikill aðdáandi Laura Mercier og nota mjög mikið af vörunum þeirra. Mér finnst mjög gott að bera krem í kringum augnsvæðið og þá sérstaklega eftir löng flug eða þegar ég er búin að vera mikið í sól.

 

10. Góða safavél - Nutribullet
Það er ekkert betra en að fá sér góðan safa. Slíkt er þó varla hægt heima nema maður eigi almennilega safapressu. Ég stefni á að fá mér eina slíka sem allra fyrst. Fólk hefur mælt með Nutribullet við mig en alltaf heyrir maður mismunandi skoðanir – ég stefni á að prófa hana samt sem áður.

-

Glæsilegur listi hjá glæsilegri stúlku xx 

xo - Sara Dögg

Fyrri viðmælendur Óskalistans er hægt að nálgast hér:
#wishlist #einstaklingar #óskalistinn