Grænmetisréttur- Eggaldin ­,,Parmegiano”

02 Sep 2014

Ég get ekki tekið"credit" fyrir þessa uppskrift en kærastinn minn eldaði fyrir mig einfaldan og góðan grænmetisrétt en á meðan tók ég myndir.

3–4 stk eggaldin, skorin í 1/2 cm sneiðar
3/4 dl ólífuolía
1 tsk salt
1 tsk óregano
½ tsk chiliflögur
smá nýmalaður svartur pipar
800 ml maukaðir tómatar eða tómatpassata
3–4 msk tómatpúrra
2 stk hvítlauksrif, pressuð
1 tsk timian
1 tsk basil
1 tsk óregano
1 tsk salt
500 g mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
100 g parmesan, rifinn 
1 dl brauðrasp
 
Hrærið saman ólífuolíu, salti, óregano, chiliflögum og nýmöluðum svörtum pipar. Penslið eggaldinsneiðarnar, setjið í ofnskúffu og bakið í ofninum á um 220°C í 4–6 mín. á hvorri hlið. Hrærið saman maukuðum tómötum, tómatpúrru, hvítlauk, timian, basil, óregano og salti. Setjið í ofnfast fat: 1 lag tómatsósa, 1 lag eggaldin, 1 lag ostur, endurtekið 2svar eða 3svar, fer eftir stærðinni á fatinu. Blandið saman parmesan og brauðraspi og stráið yfir. Bakið í ofni í 20 mín. við 200°C.
 
Uppskriftina má finna á Hagkaup.is  þar sem eru margar flottar uppskriftir.
 
 
Marta Rún