Treat yourself

06 Sep 2014

Hvað gleður mann meira en að fá útborgað og geta leyft sér aðeins? Ekkert.

Ég er s.s útstillingarstjóri/stílisti ZARA á Íslandi og ég hreinleg elska það. Það verður samt að segjast að það er rosalega hættulegt að vera vinna í kringum allar þessar fallegu flíkur, manni langar alltaf að leyfa þeim að fylgja með heim og oftar en ekki gerist það. Ég réttlæti alltaf öll mín kaup fyrir sjálfri mér og tel mér það í trú um að ég eigi þetta alltaf skilið og ég ætla að halda því áfram, það er að virka - ekkert samviskubit bara eintóm gleði.

Þessar vörur eru búnar að fylgja mér heim á síðustu dögum.

Óvart öll fötin...

 

Það er alltaf tilefni fyrir loose/oversized jakka

 

Kuldaskræfan ég er að sanka að mér knitweari fyrir komandi vetur. Þessar tvær verða fullkomnar á gráu dögunum.

 

Ég lagði í það að fá mér silki skyrtu og er staðfest í því að eyðileggja hana ekki eins og mínar fyrri, ég bara gat ekki sleppt þessum lit. Svo á maður á aldrei nóg af hvítum bolum.

 

Ég talaði um það hér í síðustu Zara færslu minni að fá mér þessi skópör.. and i did! Sjúklega ánægð með þau. 

Meira var það ekki í þetta sinn... en ég get lofað ykkur því að það komi svipuð færsla í hverri viku þar sem ég hreinlega stenst ekki freistingarnar. 

xo - Sara Dögg

tengd blogg
#newin #zara #treatyoself