Kaffihornið mitt

09 Sep 2014

Svona er kaffihornið mitt.

Ég er með lítið krúttlegt eldhús þar sem ég er að leigja og mig langaði að gera smá kaffihorn.
Ég er kaffisjúk og mér finnst Nespresso kaffið ótrúlega gott. Það er leiðinlegt að það fæst ekki á Íslandi en þegar ég ferðast þá kaupi ég nóg af því og ekki skemmir fyrir þegar besta vinkonan þín býr í London og nennir að kippa með sér.
Ég er með kaffivél flóar mjólkina fyrir mig og því ekkert mál að búa til Latte og Cappuccino og svo er nýjasta æðið mitt Nicolas Vahé kaffisýrópin.
Ég er meira fyrir Espresso og litla mjólk en stundum finnst mér gott að gera smá eftirréttakaffi með smá sýrópi. Vanillu- og Karamellusýrópið frá Nicholas Vahé er rugl gott og það skemmir ekki fyrir að flöskurnar eru svo flottar að nota má þær til að gera flottan bakka hjá kaffivélinni.

Draumurinn er auðvitað að fá sér alvöru kaffivél með flóara og espressovél einn daginn.

 

Bakkann fékk ég í NUR á Garðartogi í Garðabæ.

Marta Rún

#coffee #nespresso