Groovy

10 Sep 2014

Ég rakst á þetta skemmtilega innlit fyrir nokkru. Þetta er kannski ekki minn stíll en það var eitthvað sem vakti athygli mína.
 

Svona hönnun myndi kannski henta betur í hótel lobby heldur en heimili, svolítið yfirþyrmandi og ég yrði fljótt sturluð af þessari litagleði. 
Öðruvísi en samt skemmtilegt...

Svefnherbergið finnst mér frekar retro og kúl 

Ég er svolítið skotin í þessari mynd..

Barnaherbergið er einnig mjög sætt. Ég er alveg veik fyrir öllum svona listum, hvort sem þeir eru á veggjum eða í lofti.. þeir gera svo fallegt fyrir rýmið.

Húsgögnin eru hrikalega falleg ein og sér, saman veit ég ekki alveg.

úff ég veit ekki alveg með þetta. 

Eins og ég nefndi áðan þá er margt af þessu mjög fallegt eitt og sér en saman getur þetta verið hreinlega of mikið, allavega fyrir minn smekk. En það er líka stundum skemmtilegt að fara út fyrri normið og skoða öðruvísi innlit. 

xo - Sara Dögg

tengd blogg
#innlit #bolddecor #interiordesign