Alvöru Ítalskt Spaghetti Carbonara

12 Sep 2014

Ég elska ítalska matargerð og er algjörlega pastasjúk. Að prufa mig áfram í pastagerð er eitthvað sem ég gjörsamlega elska að gera.

Ég nota Foodtube á Youtube mikið til að leita mér að uppskriftum og kennslumyndböndum og ég á mér marga uppáhaldskokka sem ég elska að horfa á.
Einn af mínum uppáhalds er hinn ítalski Antonio Carluccio, hann er mesta yndið og ég treysti honum mikið þegar kemur að pasta og ítölskum réttum.
Ég datt inná þetta myndband um daginn hjá honum og ákvað að prufa að fylgja þessari uppskrift eftir. Þó svo að yfir ævina hafi mér ekki fundist Carbonara neitt sérstaklega spes en komst þá að því að ég hafði í raun ekki smakkað neitt alvöru ítalskt spaghetti carbonara. Þetta er klárlega besta uppskriftin af því sem ég hef smakkað.
Ég fylgdi uppskriftinni alveg eftir en notaði bara venjulegt beikon. Gefið ykkur nokkrar mínútur til að horfa á video-ið neðst á síðunni en uppskriftina læt ég fylgja með á íslensku fyrir framan.

 

Uppskrift fyrir 2.

Spaghetti ca. 100g á mann

25 g beikon

2 teskeiðar olífuolia

2 egg

50 g parmesan ostur

svartur pipar

 

Sjóðið heitt vatn með smá salti en engri olíu í ca 10 mín eða það sem stendur á pakkanum.

Á meðan hitiði pönnuna með olífuolíunni og steikið beikonið þangað til það er orðið stökkt.

Aðskiljið eggjarauðurnar og setjið í skál, rífið parmesan ostinn og setjið yfir eggin og piprið svo með svörtum pipar.
Það þarf ekki salt því beikonið gefur frá sér svo mikið saltbragð.

Þegar spagettið er orðið tilbúið þá sigtiði þið það frá vatninu og hellið því yfir á beikonpönnuna, slökkvið undir pönnunni og blandið saman.
Hellið síðan eggjablöndunni yfir og hrærið saman. Hitinn á að vera farin vel niður þar sem eggin eiga ekki að vera eins og þau séu "scrambled".
 

Verði ykkur að góðu.

 

Antonio Carluccio er frábær kokkur og gaman að horfa á myndböndin hans. Hann er líka algjört krútt.

Heimasíðan hans er líka flott og mikið af skemmtilegum uppskriftum, myndböndum, upplýsingum um hann og listi yfir bækurnar hans.

http://www.antonio-carluccio.com

 

Marta Rún

#pasta