Shake and Bake

16 Sep 2014

Ég elska pönnukökur !!

Ég baka mjög oft allskonar tegundir af pönnukökum og fólk spyr mig reglulega: ,,Hvernig nenniru þessu alltaf? Þú ert svo myndarleg".

Jújú kannski er ég dugleg að baka og elda en svarið við þessari spurningu er einfaldlega "Shake and Bake" frá Kötlu.

Ég elska þessa vöru, kemur í þessum þægilegu umbúðum. Ég vel bara hvort ég vilji gera íslenskar eða amerískar en það er lína á brúsanum sem segir til um hve mikil mjólk á að fara í brúsann eftir því hvora tegundina á að baka. Þegar mjólkin er komin í þarf bara að hrista og þá er deigið tilbúið til þess að hella á pönnukökupönnuna.
Ég set oftast eitthvað með í brúsann og hristi með. Eins og má sjá á á myndinni hér fyrir ofan er ein með bláberjum og súkkulaði, ein bara með bláberjum, hindberja og banana og svo bara einungis með bönunum.
 

Ég ber þær svo fram með rjóma og sýrópi og þetta klikkar ekki.. Ekkert uppvask nema pönnukökupannan.

Easy!

 

Fylgist með á næstu dögum þar sem það er að fara í gang skemmtilegur leikur með vöruna en það er eitthvað sem þú vilt alls ekki missa af.

 

 

Marta Rún

#kotlubrunch #katla