Ég fór í Ostaskólann, langar þig að fara?

26 Sep 2014

Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég lærði heilan helling.
Hvað er hvítmygluostur, harðir ostar, rauðkíttisostar ?
Hvað drekkur maður með ostum og hvað er best að borða með ákveðnum ostum?
Hvernig eru þeir búnir til ?

Svörin við þessum spurningum og mörgum öðrum færðu í Ostaskóla Búrsins.

Það er mikið af smakki og meðlæti þannig það á að mæta svangur því maður fer algjörlega pakksaddur heim og fullur af fróðleik.

Ég tók nokkrar myndir og ég mæli algjörlega með því að þú farir. Einnig eru hér fyrir neðan eru dagsetningar á næstu námskeiðum.

 

 Ostaskólinn 2014

Námskeiðin hefjast kl 18:30 nema annað sé tekið fram og eru um það bil 2 klst af gómsætri ostafræðslu þar sem ostar og meðlæti samsvara léttri máltíð.  Búrverjar ráðleggja fólki að byrja á því að koma á grunnnámskeiðið, Ostaást 101. Skoðaðu námsskrána hér að neðan og hringdu svo í
551-8400 til að panta.

SEPTEMBER

Þriðjudagur    23.         Ostaást 101                          Kr. 5.800

Fimmtudagur 25.      Ostar og Vín með Sævari        Kr. 6.500

OKTOBER

Þriðjudagur   7.       Te og Ostar með Tefélaginu     Kr.4.800

Fimmtudagur 16.     Ostar og Bjór                              Kr 6.500

Mánudagur    20.    Ostaást 101                                Kr 5.800

NÓVEMBER

Fimmtudagur  6.   Ostar og vín með Sævari              Kr 6.500

 

Ef þú ert matar- og ostarunnandi þá lætur þú þetta alls ekki fram hjá þér fara,

 

Marta Rún 

#burid