Poached Egg

26 Sep 2014

Ég er mjög mikið fyrir brunch og útbý stundum sunnudagsbrunch fyrir vini og vandamenn. Einn daginn fékk ég algjöra leið á því að gera "scrambled eggs" og venjuleg steikt. Ég fór því á netið og lærði að gera Poached egg og það er EKKERT mál!

Ég var alltaf svo hrædd við að gera svona egg því ég sá alltaf fyrir mér allt fara út um allt.
Brjóta egg ofan í heitt vatn og fá þetta fullkomið á disk.
Þar kemur Foodtube sögunni við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég nota Foodtube og segi ykkur frá því.
Foodtube er algjör snilld en ég lærði þetta á nokkrum mínutum og fylgdi honum Jamie mínum alveg skref fyrir skref og voila!
Ekkert mál.

Næst ætla ég að gera þetta með hollandise-sósu og gera "Eggs Benedict" en ég saltaði bara og pipraði með ólífuolíu og smá parmesan.
Einnig þá ætla ég að vera duglegri að taka fleiri áhættur og prufa meira en þá finnst mér oft kennslumyndböndin hjálpa meira frekar en að lesa flókin texta um aðferðir.Hér fyrir neðan er myndbandið frá Jamie en ég fylgdi því alveg eftir.

Marta Rún

#egg #jamieoliver