Vínsmökkun

27 Sep 2014

Mér var fyrir ekki svo löngu boðið á vínsmökkun hja Haugen Grubben sem er ein af stærri innflutningsaðilum og heildsölu á víni.

Ég hef aldrei farið á vínsmökkun áður en þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt.
Sara Dögg kom með mér enda rétti aðilinn til að taka með þegar að kemur á að smakka góð vín.
Smökkunin var haldin á Rúbín í Öskjuhlíðinni en þar komu fleiri tugir fulltrúa frá hverju landi að kynna sín vín.
Við fengum glös við komuna og áttum að halda þeim svo labbaði maður á milli borða og lenti í stuttu spjalli við þá sem voru að kynna vínin.
Flestir voru með hvítvín og rauðvín og svo er vatnsflaska á milli til að skola glösin og sturta úr þeim.
Þetta voru alls ekki bara vín heldur var líka boðið uppá allskonar kokteila og bjóra og endaði þetta á að vera skemmtilegt og fræðandi kvöld.
Ég var eitthvað með myndavélina uppi en þó ekki mikið en ég ætla að sýna ykkur nokkrar myndir frá kvöldinu.

 

Skál! 

 

 

 

Auðvitað var Hlynur Barþjónn á staðnum.

 

 

 

 

Mini pulled pork borgarar.

Þetta var lang besti bjórinn, ég er algjör bjór kona og elska góðan bjór kannski vegna þess að ég er með þýskt blóð en þessi var rugl góður. Auðvitað keypti ég mér hann sjálf fyrir síðasta boð sem ég fór í.

Svo vorum við látin smakka súkkulaðibrownies með dökkum bjór og það reyndist mjög gott saman. Mig langar mest að fá uppskriftina af þessum kökum því að þær voru rugl góðar og líka með einhverju gómsætu karamellukremi! 

Svo í lokin þá langar mig að vera með setja inn fleiri uppskriftir af kokteilum, er einhver áhugi fyrir því ?

Marta Rún