Le Creuset dagur í Líf og List

28 Sep 2014

Það er Le Creuset dagur í Líf og List í Smáralind þriðjudaginn 30. september.

Það verður 20% afsláttur af öllum Le Creuset vörum.

Kynning verður í sýningareldhúsi sem þau eru sérstaklega búin að setja upp fyrir daginn

Kynningin verður kl. 13-18 – en fulltrúi Le Creuset verður í búðinni allan daginn og afslátturinn gildir sömuleiðis allan daginn.

Þá verður nýi liturinn komin til sölu og hann er að mínu mati geðveikur !
Þessir pottar eiga ekki heima bara inn í skáp heldur á að hafa þá uppi við ef plássið er til.

 Ég safnaði mér fyrir einum sem ég keypti fyrir ekki svo löngu og ég er ekki að ljúga að ykkur ég er búin að nota hann nokkrum sinnu í viku.
Þetta eru bestu kaup sem ég hef gert eldhúslega séð. Ég keypti mér þennan hérna.

 

Það er mikið af litum í boði og ég tók saman nokkra sem mér finnst flottir.

Ef ég er til dæmis að gera fylltan kjúkling, svínakjöt eða steik þá byrja ég á að setja kjötið á pönnuna og létt steiki og loka kjötinu. Kjötið set ég svo í pottinn sem fer beint inn í heitan ofninn í þann tíma sem kjötið er að eldast. 

Um daginn steikti ég t.a.m. lauk, hvítlauk, rósmarín og svínahnakka saman á pönnu, setti það í pottinn og bætti við smá hvítvíni ásamt sinnepsfræjum. Lokaði pottinum og leyfði því að malla saman í ofninum á lágum hita í klukkutíma, útkoman ótrúlega góð.

Kærastinn minn var nú aðra helgina í röð að baka brauð í pottinum þar sem lokið er haft á, á meðan brauðið bakast.

 

Pottana má nota á allar gerðir helluborða, þar með talið spanhelluborð. Þá má einnig setja pottana í bakaraofn og á grill.

Hitinn dreifist mjög jafnt og gefur það því jafna og góða eldun. 

Hver einasti steypujárnspottur er einstakur, enda fer hver pottur um sig í gegnum hendur hjá yfir 30 aðilum áður en hann er sendur úr verksmiðjunni í Frakklandi. 

Svo hef ég líka skrifað um mini-pottana sem ég elska og er hægt að sjá þá færslu hér.

Það sem er líka traustvekjandi við þessa potta er að það er ævilöng ábyrgð á pottunum.

Ég tek það fram að þessi færsla er ekki gerð á neinn kostnað en ég fékk fréttabréf um þessa daga og hafði samband við þær hjá Líf of List. Auðvitað kem ég sjálf til með að fara á kynninguna og fjárfesti eflaust í einhverjum skemmtilegum hlut.

Það er hægt að fara á heimasíðu Líf og List og skoða vöruúrvalið.

Þetta eru ekki ódýrustu pottarnir en þarna ertu að velja langtímafjárfestingu á gæðum og endingu alla ævi.

 

Marta Rún.

#lecreuset #lifoglist