Vinkonur versla

28 Sep 2014

Eftir að Edda var með gjafaleikin með DW úrinu vorum við þrjár ég, Marta og Sara alveg veikar að fara og fá okkur eitt stk. Þetta hafði verið á óskalistanum hjá okkur öllum lengi þannig við ákváðum að drífa okkur saman, gera dag úr því og kaupa okkur úr.


Í úr&gull tók á móti okkur hún Ása sem var ekkert nema liðlegheitin.


Við vorum frekar lengi að ákveða okkur allar, enda nauðsynlegt að vanda valið.Við vorum ekki bara heillaðar af úrunum.. ég er nokkuð viss um að Sara Dögg sé með þetta armband á jóla-óskalistanum.

Við enduðum allar með sitthvora týpuna af úrum þannig ekkert þeirra er eins. Þetta var ótrúlega skemmtilegur eftir-miðdagur... okkur þykir flestum skemmtilegt að versla hvað þá að fara saman vinkonurnar og gera dag úr því.

SARA SJÖFN