Hvert áttu að fara í Brunch um helgina?

02 Oct 2014

Kæru lesandur eins og þið vitið kannski núna þá elska ég brunch og finnst gaman að deila því með ykkur hvert mér finnst best að fara. Þessa helgina fór ég á stað sem ég fer oft á en það er Snaps.

Mér finnst skemmtilegast að fara eitthvert í brunch þar sem ég get fengið framandi mat en ekki bara þennan klassíska sem maður getur alveg eins gert heima hjá sér hverja helgi.
Þó að sjáfsögðu sé hægt að fá sér klassískt egg og beikon á staðnum þá er það fjölbreytileikinn á matseðlinum sem heillar mig hvað mest en það ætti að vera eitthvað í boði fyrir alla.

Snaps er staðsettur á Þórsgötu 1 í 101 Reykjavík. Staðurinn er með frönsku ívafi og maturinn þar er mjög góður að mínu mati eða alla vega hef ég aldrei verið svikin. Ég hef farið nokkrum sinnum í brunch og hef alltaf pantað mér eitthvað nýtt. Ég fór síðustu helgi með Arnóri kærastanum mínum og pabba. Ég tók auðvitað myndavélina með og smellti myndum af matnum og staðnum til að sýna ykkur.

Hér geturu séð Brunch matseðilinn.

Ég elska plöntur, staðurinn er stappaður af plöntum sem gerir hann mjög lifandi.

Mimosa, stundum má maður tríta sig aðeins um helgar.

Bloody Marry

Camembert ommeletta með ferskum kryddjurtum ásamt frönskum.

Heimalagaður ricotta ostur, grillað grænmeti, egg og ristuð graskersfræ

BBQ pulled pork í hamborgarabrauði, chilimayo, jalapenos og salat borið fram með grilluðum maís

Fáiði ekki vatn í munninn?

Pönnukökur með karamelluðum eplum og kanil. Ég færi á Snaps bara til þess að fá mér þessar.

Staðurinn er flottur og einstakur, ef það er eitthvað sem ég kann að meta þegar ég fer inná veitingastaði þá er það að það sé opið inní eldhús og þú sérð kokkinn og inn í allt eldhúsið. Mér finnst það traustvekjandi og sýnir fagmennsku því að þeir hafa greinilega ekkert að fela.

Ég hef eins og ég sagði áður oft farið á Snaps og ég er alls ekki á leiðinni að fara að hætta því.
Maturinn á kvöldin er ekki síðri og ég mæli með að þú kíkir á matseðilinn hér.
Um að gera að panta borð í brunch því það er oftast stappað af fólki fljótlega eftir klukkan 12.

Marta Rún

#brunch