New York Loft

02 Oct 2014

Innlit dagsins er staðsett á þriðju hæð fyrir ofan vöruhús í NY city, hannað af þeim Julie Hilman og David Abelow arkitekt. Einstaklega fallegt innlit sem heldur iðnaðar upprunanum með hráa viðinum og járninu. Þau mýkja rýmið með mikilli náttúrulegri birtu ásamt því að nota þunnar og léttar gardínur. Valið á húsgögnunum er einstaklega fallegt og þau setja svolítið annað andrúmsloft á rýmið með glamúrnum og í kjölfarið tóna niður iðnaðar fýlinginn. 

Fallega bjart og minimalískt baðherbergi, spegillinn stækkar það til muna. 

Þetta er uppáhalds rýmið mitt í þessari íbúð - Mig langar í alla þessa hluti!

Sunburst spegill er hrikalega vinsæll og oftar en ekki sé ég hann í innlitum. Svipaðir speglar fást í Ilvu & Laura Ashley.

Ég þrái þetta ljós. 

Hver elskar ekki brass?

Ég er mjög skotin í öllum transparent húsgögnum og gat ekki annað en keypt mér Kartell Ghost Chair fyrir útskriftarpeninginn á sínum tíma, ég hreinlega elska hann. Mig hefur alltaf langað í veggborð úr plexi gleri (svipað á myndinni, vinstra megin) en hef ekki farið í þá rannsóknarvinnu að finna hvar eða hver gæti útbúið það fyrir mig. Ef þið hafið einhverja vitund um það þá megiði endilega deila henni með mér.

Fyrirfram Þökk  xx - Sara Dögg

tengd blogg: #innlit #industrialdesign #loft